29.03.2023 21:54:28
|
Nova Klúbburinn hf.: Niðurstöður aðalfundar þann 29. mars 2023
Aðalfundur Nova Klúbbsins hf. var haldinn í dag, miðvikudaginn, 29. mars 2023. Þetta var fyrsti aðalfundur í skráðu félagi sem eingöngu var stýrt af konum en Hrund Rudolfsdóttir flutti skýrslu stjórnar, Margrét Tryggvadóttir skemmtana- & forstjóri fór yfir árið, Svanhildur Magnúsdóttir var fundarstjóri og ritari fundar var Ásta Guðjónsdóttir.
Í stjórn félagsins voru kjörnir eftirfarandi einstaklingar:
???????? Hrund Rudolfsdóttir
???????? Jón Óttar Birgisson
???????? Jóhannes Þorsteinsson
???????? Magnús Árnason
???????? Sigríður Olgeirsdóttir
?
Jóhannes, Sigríður og Magnús koma inn í stjórnina í stað Hugh Short, Kevin Payne og Tinu Pidgeon. Stjórn hefur skipt með sér verkum og var Sigríður Olgeirsdóttir kjörinn formaður stjórnar.
Jóhannes Þorsteinsson?starfar í dag sem yfirmaður fjárstýringar T-Mobile í Bandaríkjunum, þar sem hann ber ábyrgð á allri fjármögnun fyrirtækisins. T-Mobile er leiðandi fyrirtæki á fjarskiptamarkaði í Ameríku.
Sigríður Olgeirsdóttir?er reyndur stjórnandi í hugbúnaðar- og hátæknigeiranum.
Magnús er sjálfstæður ráðgjafi með góða reynslu á sviði markaðsmála, stafrænnar þróunar og fjarskipta.
?
Sjálfkjörið var í tilnefningarnefnd félagsins fyrir næsta ár, en nefndina skipa:
???????? Margrét Kristmannsdóttir
???????? Thelma Kristín Kvaran
?
Margrét Tryggvadóttir, skemmtana- & forstjóri Nova:
"Fráfarandi stjórnarmeðlimum þakka ég fyrir samstarfið um leið og við bjóðum nýja stjórnsama og skemmtilega einstaklinga velkomna í Nova liðið. Við hlökkum til samstarfsins en öflug og góð stjórn skiptir sköpum í rekstri félaga. Ný stjórn á eftir að skora á okkur í Nova liðinu, vinna þéttan takt í stefnumótun með lykilstjórnendum og klappa okkur á bakið þegar við stöndum okkur vel. Þannig mun Nova halda áfram að vaxa og dafna inn í framtíðina.
Síðasta ár var viðburðarríkt og ánægjulegt, þar sem starfsánægja í Nova liðinu var í hæstu hæðum og var Nova m.a fyrirtæki ársins í stærstu vinnustaðarannsókn á Íslandi en það er lykilinn að ánægju viðskiptavina. Viðskiptavinir Nova voru jafnframt þeir ánægðustu 14. árið í röð. Öflug uppbygging innviða átti sér stað á árinu og er Nova fyrst inn í framtíðina með snjallar lausnir til sinna viðskiptavina, en Nova býður nýjungar á borð við VoWifi, eitt íslenskra fjarskiptafyrirtækja, og Snjallöryggiskerfi með SjálfsVörn.
Nova varð 15 ára á árinu og var skráning félagsins stórt skref. Markmið okkar er að þjónusta hluthafa jafnvel og viðskiptavini okkar."
Niðurstöður aðalfundarins má að öðru leyti sjá í meðfylgjandi fundargerð.
???
Nova
Nova var stofnað árið 2006 og er nú orðið eitt af stærstu og öflugustu fjarskiptafyrirtækjum landsins.?Fyrirtækið á og rekur sína eigin virku innviði vítt og breitt um landið. Í Nova liðinu eru um 150 starfsmenn á höfuðborgarsvæðinu, Akureyri og Selfossi. Nova hefur frá upphafi verið í farabroddi í innleiðingu nýjustu tækni og hefur fjárfest markvisst í uppbyggingu?virkra innviða í sinni eigu sem mun tryggja Nova áframhaldandi forystu á fjarskiptamarkaði. Farsíma- og netkerfi Nova nær til 98% landsmanna
Attachments
Wenn Sie mehr über das Thema Aktien erfahren wollen, finden Sie in unserem Ratgeber viele interessante Artikel dazu!
Jetzt informieren!
Nachrichten zu Nova Klubburinn hf. Registered Shsmehr Nachrichten
Keine Nachrichten verfügbar. |